laugardagur, júlí 02, 2005

Crash

Við rekumst öll á. Líkingarlega og bókstaflega. Í snilldarmynd Paul Haggis, Crash, er niðurstaðan rasismi. Í öðrum kringumstæðum hefði hún getað orðið kynjamisrétti, stéttarfordómar eða eitthvað annað. Er auðveldara að hata hóp manna en einstakling? Er auðveldara að hata einhvern sem þú getur á einhvern hátt framandgert – sem surt, konu eða yfirmann? Til þess að blinda þig fyrir því sem þið eigið sameiginlegt.

Líklega er lykillinn að geta dregið skynsamlega ályktun af heimsku annarra – en venjulega leiða heimskulegar gjörðir að heimskulegum ályktunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home