sunnudagur, ágúst 14, 2005

Búkarest 9

Svona ef Búkarest var ekki nógu ljót fyrir þá var borgarstjórinn að fá hugmynd til þess að gera hana ennþá ljótari.

Það sorglega er að einu sinni var Búkarest falleg borg. Skoðaði nokkrar myndabækur frá því fyrir stríð á hostelinu og Búkarest virðist alveg hafa verið á pari með Prag og París. En á meðan aðrir kommúnistaleiðtogar létu sér mestmegnis nægja að byggja ljóta steinkubbalda í úthverfum og leyfa gömlu borgunum að liggja í niðurníslu þá var Nicolae Ceausescu duglegur við að rústa heilu borgarhlutunum til þess að leyfa eigin skelfilega smekk að njóta sín.

Við þetta bætist að niðurníslan hefur haldið áfram eftir að valdatíma hans lauk. Það vantar allt stolt í íbúana, það þarf að borga fyrir allt smáræði - borgunin að vísu smáræði líka en það er siðurinn sem er plagandi, á meðan betlararnir eru miklu agressivari en nokkurs staðar annars staðar sem ég hef komið þá eru í raun nær allir sem maður hittir að betla af manni, fyrir að benda til vegar eða eitthvað álíka smáræði - eða jafnvel fyrir ekki neitt.

Gekk út af hostelinu í morgunsárið með blautan þvott í bakpokanum, hundur gelti að mér og hermaðurinn hló, skelfilega viðeigandi eitthvað. Enda segja skapillir hundar hvað mest um eigendurna - og það er meira af löggum og hermönnum hérna en nokkur ástæða er til, ekki að þeir geri neitt svosem.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home