Búkarest 3
Hostelið sem ég er á er sjarmerandi. Fjölskyldurekið, kanadísk fjölskylda sem á rætur í Búkarest frá því fyrir kommúnismann fékk húsið aftur eftir að honum lauk, eftir 7 ára málaferli auðvitað.
Eini gallinn er að framan af voru tómir frakkar hérna. Sökudólgurinn er víst einhver fræg frönsk guidebook sem mælir sérstaklega með pleisinu. Frakkar eru auðvitað fínir en það ætti að vera kvóti a einstökum þjóðernum á hostelum, enda hostelin venjulega staðirnir sem maður getur treyst á enskuna. Eða kannski ætti ég bara að andskotast til að fara að læra frönsku?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home