föstudagur, ágúst 05, 2005

Búkarest 1

Ég var búin að vera kortér í Búkarest þegar ég var orðinn milljónamæringur. Leu er mjög fyndin mynt. Svo eru þeir að breyta um mynt þannig að 10.000 lei er nákvamlega jafnmikið og 1 leu (leu er et. og lei ft.). Það er samt ekki eins og það sé e-ð smávegis eftir af gömlu myntinni, nei, það er frekar eitthvað örlítið komið í umferð af nýju myntinni. Allgjört kaos, eitthvað sem mér sýnist þeir hafa hæfileika til hérna. Fyrsta sem ég keypti var svo kort, næst var það bjór til að losna við gamla kallinn sem hafði sýnt mér hvar kortin fengjust. Hann var búinn að bjóðast til að sýna mér höll Ceausescu, taka mig í bíltúr og redda mér kvenmanni á 40 evrur. Frekar óljóst samt, ég veit ekki hvort kvenmaðurinn fylgdi með höllinni, spurning hvort ég hafi klúðrað tækifærinu á að gerast einræðisherra yfir Rúmeníu fyrir þrjúþúsundkall?

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er ekki svo eftirsóknarvert að gerast næsti Ceausescu. Við munum hvernig fór fyrir honum að lokum.

Hins vegar væri það örugglega sniðugt til að byrja með, bara flýja til S-Ameríku áður en byltingin hefst ;)

12:35 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Eg geymi bara vegabrefid a visum stad og ef teir fara ad aesa sig eitthvad segist eg bara vera saklaus turisti, teir seu greinilega ad taka feil ... annars held eg tad hafi bara farid fyrir C. eins og mer i gaer, bara verid adeins of seinn ad midasolunni i flugstodinni ...

12:40 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir alla pistlana. Þetta er farin að hljóma sem ansi spennandi ferð hjá þér og margar skemmtilegar upplifanir. Ég átti frábæran tíma í Danmörku - þó ég hafi ekki ferðast jafnlangt ;-) En nú er það bara Borgarnes aftur.
Auður systir

6:30 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

úgg, indjúnhöfðingi úgg jón ah!

klúður er þetta á þessari annars fínu ferð. Ég hefði spanderað þessum pening. Ef einræðisráðherratignin og höllin hefðu ekki fallið í þitt skaut þá hefðiru íþaðminnsta getað lent í skauti kellu fyrir peningin. It's worth a try, einsog amma myndi segja það...

Og muna bara: í báðum tilfellum verður að setja öryggið á oddinn. Var ekki annars Ceausescu stútað af pöplinum?

11:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ah! úgg úgg indjúnhöfðinginn ég - úgg úgg...

Ha? Ég?

úgg glúgg...

9:41 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Komst indianahofdinginn i eldvatn? Annars held eg orugglega ad tetta se sudaustur vid Reykjavik, samt ekkert ad marka mig, eg er alltaf ad beygja i vitlausa att herna ...

9:27 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home