fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Búdapest 4

Fór í gærmorgun með pakka a pósthúsið, dót sem ég þarf ekki lengur og dót sem ég þurfti eftir á að hyggja aldrei að nota. Þar á meðal var jakki og ein langerma skyrta - en þegar hver einasti dagur er vel yfir 30 þá er slíkt mesti óþarfi. Auðvitað er veðrið búið að vera ömurlegt síðan og allt í einu er ég farinn að sakna jakkans.

Rölti i Gerland, eitt af baðhúsunum, og akkúrat þegar ég var kominn nógu nálægt til að sjá það fann ég regndropa og sá að skýin voru að hrannast upp. Lét mig samt hafa það og baðið var ágætt þó það hafi alveg eyðilaggt þetta fallega sigg sem ég var kominn með á fótana eftir að hafa verið endalaust berfættur i skónum sökum hita.

Um kvöldið hafði planið raunar verið að kíkja á útipöbb í Búda en sökum veðurs var sú hugmynd ekki alveg að gera sig. Við ákváðum samt að hanga ekki bara á hostelpöbbnum og röltum aðeins til að finna pöbb með Ungverjum í. Það var þurrt á leiðinni en eftir einn bjór þá röltum við heim og þá byrjaði fyrst að rigna, hellidemba og mættum rennblautir á hostelið aftur.

Kikti svo í Dónársiglingu í morgun, núna er sem sagt orðið kalt til viðbótar við rigninguna, lítið spennandi að kíkja á Margrétareyju úr þessu - frábær staður en ég efast um að eyjan sé jafnfrábær i þessu veðri.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home