þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Lest til Banja Luka

Á leiðinni til Króatíu - en þar skiptist lestin í tvo hluta og ég þarf að skipta um vagn – er ég að spjalla við Króata sem flakkar á milli Serbíu og Króatíu út af vinnu og fjölskyldu. Það sem var samt merkilegast voru hæfileikar hans til að grípa flugur og henda þeim út um gluggann. Það voru endalaust moskítóflugur og ættingjar þeirra að heimsækja okkur og alltaf náði hann að góma þær og henda þeim út.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home