fimmtudagur, júlí 28, 2005

Belgrad 3

Það er ennþá væg lykt af stríði herna. Svo eru náttúrulega nokkrar áberandi byggingar merktar fingraförum NATO. Davíð og Halldór yrðu örugglega stoltir ef þeir sæu þetta. En það er fyrst og fremst hrikalega heitt. Spánverjanum Pablo og Nikolaj fra e-m fronskum Karabíueyjum, sem þvældust með mér fyrri partinn, var hrikalega heitt þannig að þetta er ekki bara eitthvað Íslendingahitaóþol. Flestir kælar eru orðnir heitir þannig að flestir drykkir eru kaldir í svona tvo sopa.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home