fimmtudagur, júlí 28, 2005

Belgrad 2

Three Black Catz

Hvað gerir ungt par ef það finnur frábæra risíbúð í miðri Belgrad sem það hefur ómögulega efni á? Opnar hostel þar auðvitað. Mörkin a milli heimilis og hostels eru yndislega óljós þarna, þetta er basically heimili með tveim herbergjum fullum af rúmum í sitt hvorum endanum. Og við notum einfaldlega heimilisgræjurnar, ísskápinn, baðið og þvottavélina á milli þess sem við klöppum heimiliskettinum og horfum a vídeó með familíunni.

Að vísu einhver padda sem ég þurfti að henda af rúminu mínu og stíga ofan á svona svo hún myndi ekki stíga ofan á mig um nóttina - en maður kemur ekki til Belgrad til að leyta ad sterilíseringu vestursins. Svo var svo heitt að ég held ég hafi notað sængina í svona tíu mínútur alla nóttina.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home