fimmtudagur, júlí 28, 2005

Lest til Belgrad 2

Felix og Benjamin eru bara með skilríki, engan passa. Þeir fullyrða að einhver á ferðaskrifstofunni hafi sagt að það þyrfti ekki hér, Schengen og svona. Ég hef mínar efasemdir, og mikið rétt – landamæravörðurinn í Serbíu er í frekar góðu skapi en þeir þurfa samt að borga 105 evrur hver fyrir bráðabirgðapassa. Spurning hvernig gengur í Sofiu og Istanbúl. Ég vorkenni þeim líklega minna en hinir eftir að hafa lent í því í gamla daga að vera rekinn öfugur út þó ég væri með vegabréf því ég var ekki með vegabréfsáritun. Áttaþúsundkall þá borgaður á staðnum hefði óneitanlega verið meira spennandi kostur heldur en að fara alla leið aftur niður Grikkland og upp Ítalíu og þangað til Prag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home