þriðjudagur, júlí 26, 2005

Poprad 1

Fór útaf hótelinu að leyta mér að æti, að því loknu fór ég svo niðrí bæ, skoðaði mig um og furðaði mig á því að aðalgatan var nákvæmlega eins og á Lonely Planet (5 ára gömul bók) kortinu nema að nafninu til. Var hugsanlega búið að skipta um nafn? Ég hélt sá siður hefði dáið með kommúnismanum. Finn svo verslunarmiðstöð og ákveð að kaupa nýtt kort. Sé hvergi kort með Kosice. Samt eru þeir með kort af e-u sem kallast Poprad. Hmm. Skoða málið aðeins betur, jú, fjandakornið, einhvernveginn hafði mér tekist að fara úr lestinni í Poprad. Eins og Kosice var hérna Hotel Europa, aðaltorgið var nokkurn veginn eins í laginu - og ég gat svarið að ég hafði séð nafnið Kosice út um gluggann á lestinni. Fannst við kominn furðu snemma að vísu en við þetta bættist að allir fóru út þarna - og Kosice eini stóri bærinn á leiðinni. En Poprad er víst skiptistöð, allir sem voru að fara til Varsjár eða til fleiri skemmtilegra staða skiptu hér um lest. Samt var þetta ekki svo slæmt, gat alveg notað smá tíma til að safna kröftum þar sem ekkert var að gera, undirbúa mig almennilega og svona ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home