þriðjudagur, júlí 26, 2005
Kem til Kosice og leyta að þessa bæjar Hotel Europa. En nú bregður svo við að hótelið finnst hvergi. Er búinn að sjá nákvæmlega út hvar það ætti að vera miðað við kortið en þar er bara banki. Getur virkilega verið að eitthvað hafi breyst á fimm árum? Fjandinn. Prófa þess í stað að rölta aðeins lengra og finn þar Hotel Metropol. Ekki nóg með að það sé ennþá ódýrara en Europa, 750 kall nóttin, heldur er þetta upprunalega einhvers konar ólympíuhótel, veitingahús fyrir utan og kaffihús í garðinum, allt ótrúlega notalegt. Þvælist aðeins, tek strætó út í sveit - að e-i stálverksmiðju - og til baka.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home