þriðjudagur, júlí 26, 2005

Hotel Europa

Miðað við Lonely Planet átti þetta að vera smáspölur en það stóð þarna beint fyrir framan lestarstöðina. Ég gekk inn og Jack Torrance tók á móti mér, ég get svarið að þetta hótel var nákvæmlega staðurinn sem þeir hefðu tekið Shining upp ef hún hefði verið gerð í Slóvakíu. Ekki alveg sami glansinn og í Kubrick en alveg sama stemning. Lýsing LP á hótelinu var rundown - það átti svo sannarlega við. Þetta var örugglega glæsilegasta hótel í landinu 1930. Hafði ekkert breyst síðan nema rykið sem hafði safnast saman ofan á fataskápnum. Hræódýrt vissulega, 800 íslenskar nóttin, hostelverð. En einhvernveginn er hótel sem einu sinni var glæsilegt og er núna niðurnýtt forvitnilegra en hótel sem er og verður ókei. Þá eru einhverjir gamlir draugar á sveimi sem löngu hafa gleymt hversdagslegu hótelunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home