fimmtudagur, júlí 28, 2005
Kem í lestina í Kosice, sæmilega sveittur eftir að hafa labbað með allt draslið tuttugu mínútna spöl. Um leið og ég legg töskurnar frá mér fer ég að hugsa um passann minn, hvar setti ég hann? Ég tékka á líklegu stöðunum en síðan er ekki um neitt annað að ræða en að rífa allt upp úr töskunum. Konugreyið á móti líklega farinn ad hafa áhyggjur af þessum brjálæðing, ætlaði hann að tjalda þarna? Fann ekkert og hefði fyrir löngu verið búin að fá taugaáfall ef þetta hefði ekki verið svona kunnuglegt en mundi svo skyndilega eftir örlitlu hólfi á minni töskunni sem ég nota nær aldrei - taugaáfalli og heilmiklu röfli við landamæraverði (sem mættu hálftíma síðar) þar með aflýst.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home