þriðjudagur, júlí 26, 2005

Kosice 2

Tungl 9

Sígaunabörn eru frábærar fyrirsætur. Óstýrilát vissulega og slást um að taka mynd af sér, en það er ekkert gaman að myndum þar sem fólki leiðist að láta taka mynd af sér. Hverfið sjálft vissulega í niðurníslu og enginn talaði almennilega ensku, einstaka eitthvað hrafl í þýsku. Hélt aftur til miðborgarinnar, þreyttur en þó aðallega óguðlega sveittur, meira en hundrað myndir af óstýrilátum sígaunabörnum á tunglinu inná myndavélinni minni - og já, svo datt ég ofan í holu. Semsagt bara þetta venjulega.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home