fimmtudagur, júlí 28, 2005
Lestin siglir loks inní járnbrautarstöðina í Belgrad, tveim tímum of sein. Sem sagt á eðlilegum tíma. Leiðin á hostelið virkaði ekki löng á pappírnum en hún er öll upp á móti, svona eins og göturnar á Akureyri. En þar fæ ég venjulega einhvern til að sækja mig ef ég er með farangur. Hitti svo Milan sem vísar mér síðasta spölinn, við ákveðum að túra borgina á morgun, hann dauðfeginn að hitta einhvern sem talar ensku skikkanlega - er víst útskrifaður enskustúdent sjálfur en fær fá tækifæri til að tjá sig. En audvitað klúðrum vid símamálunum, löng saga, þannig að líklega verðum við bara að chilla saman í næstu ferð.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home