fimmtudagur, júlí 28, 2005

Belgrad 4

Við þvælumst um Kalemegdan-hallargarðana, risastórt og gullfallegt svæði. Þangað til við finnum stríðsminjasafnið. Á þeim tímapunkti er ég alveg að þorna upp þannig að ég næ ómögulega að einbeita mér að manndrápstækjunum, öll þessi stríð renna saman í hausnum á mér á meðan ég ráfa þarna um hálf slojaður. Sest svo niður í smástund í andyrinu á meðan umsjónarmaðurinn ferjar fleiri og fleiri vopn inn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home