fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Banja Luka 2

Markaðurinn í Banja Luka er frábær, ég keypti samt ekkert því það er svo lítið pláss eftir í töskunni. Sé samt mikið eftir að hafa ekki keypt Sin City sjóræningja dvd-diskinn.

Fyrst þegar ég kíkti á aðaltorgið var hópur af köllum að tefla á risaútitafli þar sem taflmennirnir náðu þeim upp að mitti. Svo kíkti ég á torgið aðeins seinna og þá var brúðkaup í gangi og auðvitað fékk allur bærinn að taka þátt í því.

1 Comments:

Blogger Ásgeir said...

Hello! Yes, I'm from Iceland, but managed to spend a day in Banja Luka last summer, in between Belgrade and Zagreb

4:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home