laugardagur, september 17, 2005

Ógæfuvöllur

Laugardalsvöllurinn er ekki alveg að blífa þessa dagana, Þróttur, Fram og íslenska landsliðið geta vitnað um það. Getur verið að stærra er betra mottóið sem íslendingar eru svo hrifnir af sé ekki alveg að virka? Virkar kannski betur fyrir fallbaráttulið og landslið smáþjóða að spila á velli sem er ekki tómlegur á að litast nema á allra stærstu leikjunum? KA byrjaði til dæmis ekki að geta neitt að ráði í handbolta fyrr en þeir fluttu sig úr þessari risastóru íþróttahöll sem var sjaldnast full í litla notalega KA - húsið sem var lengi alltaf fullt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home