föstudagur, september 16, 2005

Orð vikunnar

Orð mánudagsins var pakki – enda fékk ég loksins pakkann sem ég sendi sjálfum mér frá Búdapest. Jakkinn minn er annars fjandi krumpaður – getur einhver lánað mér straujárn?

Orð þriðjudagsins var klink – enda uppgötvaði ég þegar ég vaknaði að ég hafði sofið á samanlagt 145 krónum. Svefnráðningar óskað.

Orð miðvikudagsins voru blogg sunnudagsins sinnum tíu.

Orð gærdagsins var antíklæmax (or “my script but without the special effects” for you foreign readers). Nei, ég trúi ekki á bókstafsþýðingar.

Orð dagsins í dag er ófundið enn. Er að fara í æsispennandi tíma rétt bráðum, aðallega æsispennandi því við bíðum spennt eftir að sjá hvort kennarinn lætur loksins sjá sig.

Svo vil ég að vinir mínir fari að hundskast í Bóksöluna að kaupa bækur af mér (a very special price for you my friend), ég er orðinn hundleiður á að afgreiða ókunnugt fólk endalaust. Verð hér frá eitt að fráskildu eftirmiðdegisspjalli sem ég þarf að kíkja á með Paul Auster. Hann sagði vel að merkja þennan líka fína prumbrandara í gær.

6 Comments:

Blogger Siggi said...

Heyrðu, þú verður bara að reka á eftir þessum guttum sem þú pantaðir bækurnar frá - um leið og þær koma kem ég.

12:27 e.h.  
Blogger Minka said...

It is a long time since I have been there, maybe I should give it a go. Do you have any books by Thomas Brussig? Like for example "Am kuerzeren Ende der Sonnenallee"? Of course in German!!!

9:07 e.h.  
Blogger Siggi said...

Und einen Kugelschreiber, bitte.

10:00 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Of course we have Am kurzeren Ende der Sonnenallee by our dear friend Brussig. And plenty of kugelschreiber, different kinds even.

12:23 f.h.  
Blogger Minka said...

Than count me in next week. When do you work. I bloody tried to get that book in all of Reykjavik, this is the only place I did not check. Sórriii!

10:40 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

I'll be relaxing with all that work stuff next week since most people have already gotten their books but I'll still be around from one to six on mondays and wednesdays in the near future - and probably also whenever too many people get sick.

11:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home