þriðjudagur, september 20, 2005

Pylsa pöntuð á ensku

Lenti á enskumælandi starfsmanni í sjoppu í gærkvöldi. Sem væri ekki í frásögur færandi ef ég hefði ekki áttað mig á því hvað það að panta pylsu er séríslenskt fyrirbæri - pylsur af þýska skólanum í mið-Evrópu eru allt annað fyrirbæri. Þannig að ég þurfti að hugsa mig lengi um áður en ég gat stunið því upp hvað ég vildi á hana, því þó ég viti vel hvernig tómatsósa, sinnep og steiktur leikur er á ensku þá er maður löngu farin að líta á tómatsinnepsteiktur sem sérstakt orð og skrítið að þurfa allt í einu að fara að búta það svona niður.

Fór svo í Laugarásbíó á Wedding Crashers (sem er ennþá betri en allir hafa verið að segja) og labbaði eftir það fram hjá Veitingastaðnum Laugaás sem er skemmtilega fastur í fortíðinni. Í glugganum er límmiðar að halda upp á fimmtán ára afmæli staðarins árið 1994 og 40 ára afmæli Sambands veitinga- og gistihúsa árið 1984.

6 Comments:

Blogger ÁJ said...

Ég tala ævinlega íslensku við útlendinga sem afgreiða í íslenskum búðum. Einhverntímann verða þeir að læra hana.

2:23 e.h.  
Blogger Siggi said...

Já, mér finnst ekkert eðlilegra en að þeir geti talað tungumálið okkar ef þeir eru að vinna hérna.

6:08 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Ég talaði íslensku þangað til ég var beðinn um að tala ensku, svo einfalt var það. En mér finnst fáránleg krafa að heimta íslenskukunnáttu af öllum sem ætla að vinna hérna - en það er hins vegar alveg réttlætanlegt í sumum störfum, t.d. þessu

9:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ert bara heppinn að hafa ekki langað í remúlaði á pylsuna:-) AHI

9:53 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Anóní hér... indjúnhöfðinginn.

smá nöldur: ekki hef ég tekið eftir því í gegnum tíðina, að límmiðar haldi upp á afmælið mitt eða fagni neitt sérstaklega. Nema límmiðar hafi sál, líktog gúrkur, laufblöð og rauðamöl einsog náttúruverndarsinnar segja. Mikið er langt síðan ég hef annars komið þangað - er sjoppan í Laugarási ennþá til?

Sömuleiðis er ótrúlegt að ég skuli nöldra svona. Þetta eru efalítið áhrif úr vinnunni...

12:28 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

auðvitað hafa límmiðar sál rétt eins og gúrkurnar. Og sumir eru framleiddir sérstaklega til að halda uppá afmæli veitingastaða og annarra hluta og fá í þessu tilfelli væntanlega að gera það til eilífðarnóns. Það var e-r sjoppa þarna við hliðina á sem var búið að loka en það er búið að flytja Laugarásvideo

2:18 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home