mánudagur, september 19, 2005

Mánudagsmorgun

Þið vitið öll hvernig þetta er. Mánudagsmorgun. Þú vaknar, finnur fyrir samþjöppuðum massa vinnuvikunnar bíða eftir þér við rúmstokkinn. Þú snýrð þér á hliðina og semur um fimm mínútna vopnahlé.

En þetta hefur ekkert með vesalings mánudagana að gera. Veðrið er jafnmisgott á þeim og alla aðra daga. En við erum einfaldlega búin að semja um að þeir séu ömurlegir. Þessi samningur um hefðbundna vinnuviku og fúnkerandi samfélag sem ekkert okkar beinlínis skrifaði undir er um leið samningur um hvenær okkur líður vel og hvenær illa. Ef þú brýtur þennan samning er voðinn vís – það eru aldrei fleiri sjálfsmorð en á nýársnótt.

En hvað gerist ef þú stígur út fyrir þetta samfélag? Ferð annað þar sem þú ert samningslaus, þekkir ekki smáa letrið? Þar sem dagarnir renna saman því ánauð mánudagsins og frelsun föstudagsins vantar? Ferð hugsanlega eitthvert þar sem helgin er ennþá raunverulega helg? Þar sem allt gengur miklu hægar og flest er lokað þessa daga sem venjulega eru í uppáhaldi. Þá ferðu að þrá mánudagana. Dagana sem strætóarnir byrja loksins að ganga aftur. Dagana þegar heimurinn vaknar. Af þeirri einföldu ástæðu að þú þarft ekki nauðsynlega að vakna með honum.

Þá veltir maður vissulega fyrir sér hvort ekki væri hægt að semja upp á nýtt. Hætta að búa til stundaskrá fyrir skapið í sér. Leyfa sér að hlæja á mánudagsmorgni og gráta að loknum vinnudegi á föstudegi. Gera uppreisn gegn tímanum og finna sér sinn eigin takt í lífið.

7 Comments:

Blogger Siggi said...

Ég man eftir að hafa lesið þetta hjá þér eftir nokkra öl fyrir nokkrum vikum. Ég man ekki alveg hver niðurstaðan varð en það var eitthvað á þann veg að allir dagar renna saman í einn hjá mér og því er ég varla með samræmda stundaskrá yfir skapið mitt og aðrar athafnir.

10:21 e.h.  
Blogger Ásgeir said...

Ég samdi þetta nú bara fyrir viku og sendi þér þetta á msn. Hvað varstu eiginlega búin með marga kassa á öli þá fyrst minnið er orðið svona brigðult?

12:10 f.h.  
Blogger Siggi said...

I stand corrected.
Ég gleymdi örugglega að taka pilluna mína í morgun.

12:15 f.h.  
Blogger Minka said...

Monday is the only day of the week you can easily associate with a colour: blue and I have to say that Mondays are an awful way of spending 1/7th of your life.

1:13 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice site!
[url=http://tooonphu.com/ljah/dqrk.html]My homepage[/url] | [url=http://libkfplf.com/udpm/radl.html]Cool site[/url]

9:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Thank you!
My homepage | Please visit

9:43 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Well done!
http://tooonphu.com/ljah/dqrk.html | http://tbtujjyt.com/wkbh/rlpe.html

9:43 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home