föstudagur, júlí 19, 2002

Miðnæturbolti og miðnæturbjór

Var að vinna til tíu, risasending að koma, við Eiríkur hentum fimm tonnum upp í búð / á lagerana. Var uppgefin og í endorfínkasti þegar ég gekk heim og valið stóð á milli bolta og bjórs. Enginn sem vildi í bolta, Óli of syfjaður og Starrinn of þreyttur eftir að hafa nýbætt íslandsmetið ef ekki barasta heimsmetið í kraftlyftingum. Þannig að eftir að hafa tuðað í þeim andleysingjunum - loksins þegar maður er ekki andlaus sjálfur þá eru allir aðrir það - þá ákvað ég að slá þessu bara saman. Þannig að þetta var miðnæturbasket og bjór á eftir, þetta plús góður skammtur af Morfíni og alsælan staðreynd.

p.s.: Þar sem mér datt allt í einu í hug að mamma mundi lesa þetta og liggja í rúmina gervallan morgundaginn og gott ef ekki alla helgina af áhyggjum yfir því hve djúpt litla barnið hennar hafi sokkið þá er rétt að geta þess að hér er rætt um hljómsveitina Morphine. Hvað segiði, sagði einhver topp fimm listi?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home