Topp 5 Queenlög:
The Prophet Song - því það sannar að þungt rokk þarf ekki að vera hávaðasamt
Bijou - því það er jafn stórkostlega einfalt og Prophet Song er stórkostlega flókið
Spread Your Wings - því það er gaman að syngja það á einkennilegum stöðum
Who Wants to Live Forever - því mér fannst það fallegt þegar ég var tíu ára og fimmtán ára skammtur af kaldhæðni hefur ekki breytt því
Show Must Go On - því í þessum heimi höfum við engan tíma fyrir dauðann
----------------------
Heiðurstilnefning:
Love of My Life - því það er eitt af örfáum dæmum um lag sem verður jafnvel fallegra í tónleikaútgáfu
One Year of Love - því "its always a rainy day without you" passaði svo nett við Christopher Lambert að drekkja sorgum sínum á einhverjum niðurníddum pöbb. Hvernig virkar áfengi á þig ef þú ert ódauðlegur?
All Dead, All Dead og Delilah - af því þau eru um ketti
We are the Champions - af því KA og Arsenal unnu meistaratitla á Hlíðarenda og Trafford með tveggja daga millibili í vor
Under Pressure - því Freddie og David eru svo sætir saman
Save Me - því myndbandið er ekki síðra listaverk en lagið
My Melancholy Blues - því ég held ég hafi heyrt eitt af mínum uppáhaldsorðum fyrst hér, blúsinn er fínn líka en melankólían það sem heldur vitinu í manni - allt annað en bölvað þunglyndið þó margir rugli því saman og íslenskan sé svo fátæk að eiga aðeins eitt orð yfir tvo hluti
Friends Will Be Friends - því þó Queen sé ekki uppáhaldshljómsveitin mín (hún var það einu sinni) þá er hún vissulega í uppáhaldi og er líka í uppáhaldi hjá mörgum elstu vinum mínum
Bohemian Rhapsody - þarf einhver að spyrja?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home