eða prófarkalesaranum leiðist
Hmm, það er náttúrulega alltaf gaman að rífast, sérstaklega þegar það er ekki um neitt merkilegt þannig að best að halda því áfram aðeins. Starri og Siggi eru líka byrjaðir að skrifa handrit af myndinni "The war of the webpage-diaries - the pathetic story of two men". Ég bíð spenntur eftir að sjá hverjir leika aðalhlutverkin, einhver með tillögur? Eins bíð ég spenntur eftir að sjá hvernig þeir dramatísera tvo menn að pikka á tölvur, tímamótaverk í vændum. Ég get séð hápunktana, þegar Óli kemst að því að ég hafi misskilið hjartnæma tilraun hans til að linka mig sem diss, enda greinilega útlærður í kenningunni "all publicity is good publicity". Og ég örvæntandi þegar síðan hans refreshast ekki fyrr en sólarhring seinna hvaða tölvu sem ég reyni. Á meðan er náttúrulega rétt að geta þess að þetta er náttúrulega allt stolið frá Bjössa sem var langt á undan okkur að lesa opinberlega. Hann virðist vera að lesa Sedaris líka, ég hélt ég væri sá eini hérlendis þar sem ég þurfti að sérpanta bókina í Bóksölunni - ég gleymi stundum að það eru til aðrar bókabúðir þar sem ég er ekki með afslátt í. Talandi um peningamál þá ætti ég kannski að rukka Óla næst þegar ég prófarkales ritgerð eftir hann. Kannski ég taki aukalega þegar það eru orð eins og Fooloose - það gæti verið fíflaúði, það gæti verið laust fífl, það gæti verið Footloose, svo margir möguleikar. En Fooloose finnst ekki í orðabókum þannig að maður þarf að geta í eyðurnar. Annars kann ég ekki gelgjumálið á netinu og er alveg sáttur við það þó stoltið sé ekki líkt því og Mark Twain og Óli hafa af margbreytilegri stafsetningu sinni - enda sérlegir aðdáendur Kiljans og tilrauna hans með tungumálið sem Óli er nú að reyna að herma eftir. Annars nenni ég venjulega ekki að setja útá stafsetninguna hjá fólki nema það hafi unnið fyrir nöldri á einhvern annan hátt. En Óli þarf að vinna og efast um að allar "þröngsýnu listaspírurnar" á þingi veiti honum styrki til að kvabba hér endalaust. Spurning um að stofna sjóð til að halda Óla heima?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home