föstudagur, júlí 12, 2002

Bless Kex - Kent

Eini virkilegi karakterinn sem kemur reglulega í bóksöluna - ef undan er skilinn sækó nafni og guðfræðiróninn domgreind@simnet.is - er á leiðinni aftur til Samma frænda. Ég hitti Kent fyrst þegar hann var að afbyggja Hringadróttinssögu fyrir Nönnu, endaði á að lesa ævisöguna hans - þar sem ekkert er samt minnst á störf hans hér - og fá hann til að skrifa í Torfið. En Stóra eplið kallar, Kent kvaddi okkur í dag, fyrst Bíóborgin, svo Kent, ætli það sé ekki komið af mér sjálfum að kveðja næst? Verður samt aldrei jafn slæmt og árið eftir Gamla garð - heil nýlenda af úrvalsfólki sem var orðið góðir vinir mínir hurfu af klakanum - og það minnir mig á að ég þarf að fara að drífa mig í að ímeila öllum útlendingunum mínum. Annars skrifaði ég óvart Jack hérna fyrir ofan fyrst, Kent minnir mig alltaf á hann. En Jack var náttúrulega einstakur, fyndnasti einstaklingur sem ég hef kynnst og saman vorum við orðið comedy team par excellance. those were the days ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home