mánudagur, júlí 08, 2002

Eins og glöggir lesendur sjá þá er ég búinn að bæta aðeins (eða kannski aðeins meira en aðeins) við flestar símskeytafærslurnar allt aftur á miðvikudag. Sögufölsun vissulega, en ég komst bara ekki í þetta / var ekki í stuði fyrr en í kvöld. Talandi um glögga lesendur þá fékk ég bréf frá Hafdísi þar sem hún tjáir sig um síðuna - fyrstu merki þess að ég ætti kannski að skoða alvarlega hvort ég get fengið mér gestabók. Merkilegt að einhver lesi þetta röfl eftir að ég er búinn að ýta á takkann hér fyrir ofan, ábyrgðin, ábyrgðin. Annars er greinilegt að ég þarf að fara að taka mig á með fótboltann, varla búinn að minnast neitt á þá merku iðju frá því HM lauk. Ætli það séu ekki einhverjir skemmtilegir leikir í þriðju deildinni á morgun? Mér tekst að snúa þessum antisportistum fljótlega ... En hvað um það, Hafdís fær prik fyrir að senda síðunni póst og ef fleiri fylgja þessu fordæmi fer ég að íhuga gestabók alvarlega. Hún minnist eitthvað á hvort ég vilji ekki koma með einhver tips um Prag, spurning hvort maður eigi ekki að fara að reyna á gloppótt minnið, furðulangt síðan ég fékk flashback. Meira um það seinna. Annars verð ég víst að vera fjórfaldur í vinnunni á morgun og næstu vikur, vegna sumarfría þarf ég að vera ég, Nanna, Auður og Reinharð. Helst að ég geti komið því að vera ég yfir á einhvern annan. Ég verð sem sagt ekki alveg með sjálfum mér ef þið heimsækið mig í vinnuna á næstunni ...

-----------

Óli tekur fram að Kínaforseti sé hrifinn af jeppum, það má vel vera en hann er mjög hrifinn af því að ríkið geti bannað hitt og þetta og pirrar sig afskaplega þegar einhver notar orð eins og forræðishyggja og frelsi einstaklingsins gegn honum enda leiðindahugtök þegar maður þarf að banna það sem fer í taugarnar á manni. Annars verð ég að fara að finna einhvern annan en Óla til að röfla í ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home