laugardagur, júlí 06, 2002

Óli vill banna jeppa út af einhverri skýrslu. Ég er viss um að vinur hans Kínaforseti yrði sammála

----

Mætti ónýtur í bakinu í vinnuna, smánudd í morgunsárið kom mér þó í gegnum daginn. Ég er greinilega að verða gamall og ónýtur, eða kannski er þetta einhver refsing fyrir að vera aldrei veikur. Maður er bara reglulega ónýtur í staðinn. Annars hitti ég Jane Gamla garðsbeib af fyrstu hæðinnni í fyrsta skipti í þrjú ár líklega, hún kom í vinnuna að versla eitthvað. Hún var í flokknum "útlendingar" í hausnum á mér sökum bresks uppruna og þar af leiðandi hugsaði ég með mér að hún væri lík Jane en það hvarflaði ekki að mér að þetta væri hún, þar sem fólk sem er í viðkomandi flokki er fólk sem ég býst við aldrei við að hitta hér á Íslandi. Best að búa til undirflokk með Gamla garðsliðinu, Rússinn hægláti Andrei (sem notaði mig víst sem dæmi um norðlensku og tók upp á spólu, málvísindamenn í Rússlandi fá eitthvað dubious mynd af norðlenskunni af þessu) er eitthvað að þvælast hérna og Javier líka. Svo kemur Ilona vinkona alltaf reglulega í heimsókn. Samt alltof sjaldséð að hitta gamla garðsbúa enda stinga allir þessir útlendingar mann af, snökt, snökt, ég hlakka til þegar ég á næst jafn skemmtilegan vetur og þann sem ég átti á útlendinganýlendunni við Hringbrautina - og vona að sá endi ekki á því að allir vinir manns yfirgefi mann! Ákveðin léttir samt þegar maður gerir þá uppgötvun að það sé þó eitthvað skipulag í hausnum á manni eftir allt saman ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home