-og er hann Brasilískur hárgreiðslunemi?-
Var loksins að horfa á lokaþáttinn í Survivor sem ég missti af á mánudaginn. Ekki sáttur við úrslitin - hefur einhver logið jafn blákalt í þáttunum til þessa og Vecepia? En hún bað Guð fyrirgefningar þannig að það hlýtur að vera í lagi. Hræsnin í algleymingi og þó hún hafi unnið var það Sean sem representaði. Auk þess sem þeir eru farnir að vera ansi frjálslegir með reglurnar þegar einhver sem fékk aldrei eitt einasta atkvæði gegn sér, Paschal, er látinn fara af því hann dró vitlausan stein. Eftir 2-2 jafntefli hjá Kathy og Nelee. Svona svipað og ef úrslitaleikurinn í HM hefði farið með jafntefli og öllum hinum 30 þjóðunum væri boðið að taka þátt í vítakeppninni. Talandi um HM þá var víst Brasilískur fáni dreginn að húni heima í Vanabyggðinni - svona er að búa í raðhúsi. Mörkin tvö frá Ronaldo sönnuðu endanlega hárgreiðslukenninguna mína auk þess sem þetta sýnir að álagið í Evrópuboltanum þýðir að stjörnur HM eru ansi oft menn sem hafa verið meiddir mestallt tímabilið á undan og mæta þar af leiðandi ferskir. Paolo Rossi 82 og van Basten í EM 88 eru þar góð dæmi.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home