föstudagur, júní 28, 2002

Þunglyndi er ættgengt

Í augnablikinu að minnsta kosti. Ástæðan er að íslensk erfðagreining er með rannsókn í gangi sem heitir "Rannsókn á erfðum þunglyndis og kvíða." Þar er fólk tekið í viðtal og svo er það beðið um að tilnefna ættingja til að sjá tengslin - þeir fá svo senda spurningalista sem leiða hugsanlega til viðtals. Ég var mjög jákvæður þegar ég heyrði að systir mín hefði tilnefnt mig enda gott málefni og allt það - mér leiðist þessi spéhræðsla (sjálfselska) íslendinga með gagnagrunninn þó sjálfsagt megi margt setja út á fjárhagshliðina hjá deCodurum. En þetta próf fer langt með að gera mann þunglyndan - þetta eru svo heimskulegar spurningar. Ég er betri sálfræðingur en þessir jólasveinar. Fólk verður bara þunglyndara eftir treatment hjá svona sálum - aðallega af því það fer í taugarnar á þeim að þeir virðist ekki hafa neina innsýn í sálarástand - fyrir utan að þeir virðast varla kunna íslensku. Svo er tekið fram að verið sé að spyrja um líðan síðustu viku - og mikið til samanburður miðað við næstu vikur á undan. Ég var í sumarfríi í síðustu viku og mæti núna í vinnu alla daga sem skýrir líklega þann mun sem kann að vera á skapinu í mér. Ætli sé arfgengt að fara í sumarfrí sjöunda til tuttugasta og þriðja júní?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home