miðvikudagur, júní 26, 2002

Fyrir utan að ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig ennþá hvað á heima á þessari síðu og hvað ekki - ritstjórnarstefnan hefur ekki verið fullmótuð. Best að klára hana áður en Fréttablaðið deyr. Úbbs, voru þetta dauðateygjurnar? Kemur Fréttablaðið á morgun? Ég hef vissulega samúð með blaðamönnunum - en það verður hátíðardagur fyrir íslenska fjölmiðla þegar þeir feðgar Eyjólfur og Sveinn Sveins og Eyjólfs synir hverfa af þeim markaði. Og ekki verður pistla atvinnulausa kvikmyndaleikstjórans Þráins Bertelssonar saknað, bitrasta húsmóðir sem vesturbærinn hefur nokkurn tímann séð. Þó vona ég að við eigum eftir að sjá meira til Bigga mausara og teiknimyndagúrús sem og Kristínar Helgu sem skrifaði bakþanka þegar við fengum frí frá Þráni. Það er fólk sem á miklu betra blað skilið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home