laugardagur, júní 22, 2002
Sá About a Boy í gær og skjögraði ekki út úr bíóinu í annarlegu ástandi á eftir, hún var sem sagt ekki jafn góð og bókin. Tek fram að þó ég sé í bókmenntafræði þá aðhyllist ég ekki þá trúarkenningu að myndin sé alltaf betri en bókin enda séð mörg dæmi hins gagnstæða, ég til dæmis kláraði 200 síður af 400 af Schindler's List og hætti af því hún var engann veginn að grípa mig. En að öllum útúrdúrum slepptum þá náði bók Hornby virkilega að grípa mig og hrista mig rækilega til þannig að ég var í annarlegu ástandi næstu daga á eftir. Náði alveg innað kviku ... Myndin er samt mjög fín, sérstaklega framan af. Grant neglir rulluna algerlega, strákurinn er fínn en það er bara ekki nóg í þessari rullu - hér þurfti stórleikara og þeir koma ekki fram í hópi ófermdra pilta nema á áratugsfresti, Osment síðast og Christian Bale (87) næst á undan. Fór með Auði, við kíktum á Vínið á eftir, maður nennir ekki að bíða að eilífu eftir að sumir komist. Ósköp rólegt og búið nógu snemma til að ég kæmist í strætó heim, það er orðið langt síðan ærlegt fyllerí hefur farið fram hér í borg. Veit ekki hvort það stendur til bóta.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home