miðvikudagur, júní 26, 2002

Eftir langa bið ...

eða tilvistarkreppa þessarar síðu

Ég er búinn að komast að því að svona síða er náttúrulega bara fyrir atvinnuleysingja eða fólk í sumarfríi. Hvað á maður eiginlega að skrifa þegar maður er vinna? "Afgreiddi nokkuð margar bækur í dag, rólegt í kringum hádegið, engar kjötlokur til í mötuneytinu þannig að maturinn var frekar fátæklegur ..." Ég reikna með að ykkur sé byrjað að leiðast núna. Síðan ef maður eyðir öllum sínum tíma heima við tölvuna þá er varla mikið um að skrifa heldur - en annars hefur maður engan tíma til að skrifa. Svipað vandamál og hefur orðið til þess hve margar tilraunir til dagbókaskrifa hafa runnið út í sandinn, loksins þegar það er eitthvað um að skrifa þá hefur maður náttúrulega ekki tíma til þess. Diktafóndagbókin þegar ég fór á flakk gekk að vísu ágætlega, hef að vísu ekki enn komist í að vinna úr því. Best að fara í viðskiptafræði í nokkur ár, verða ríkur og ráða mér ritara. Þá reddast þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home