16 að útskrifast með BA í bókmenntafræði og einn með MA. Ég held þetta sé örugglega heimsmet. Bókmenntafræðin er að komast í tísku aftur enda gefið út svo flott blað í henni. Þar á meðal Anna Þorsteins sem var með mér á fyrsta ári en ég hef ekki séð síðan. Merkilegt hvað ósýnilegt fólk getur verið duglegt. En ætli það sé ekki best að óska snillingunum Hákoni (sem varð svo mikið um að hann klippti sig) og Arnari Kubrick til hamingju ásamt Sölva ljóðskáldasafnara og Mörtu Finnlandsfara sem ég reikna með að hafi bæði verið fjarverandi eins og ég verð væntanlega. Verður þá ekki bara svona stórt tjald þar sem ég chatta við Palla Skúla í gegnum gervihnött?
Svo er merkilega mikið af skemmtilegu fólki að úr öðrum greinum þó ekki sé það í jafn miklum meirihluta og í literatúrnum. Þóra sjónvarpsstjarna og Gunni Védísar í guðfræðinni, Bjössi í enskunni, Villi naglbítur í heimspekinni, Inspector Mummi í líffræði, Kata Hauks í landafræði, Óli Magg í sálfræði, Ólöf í hjúkrun (Þorsteinn Jónsson fær heilmikla virðingu fyrir að vera eini karlmaðurinn í 73 manna hópi útskriftarnema úr þeirri deild) og Hulda Steingríms í viðskiptafræði. Þá var kommúnistinn Marinó dúx í viðskiptafræði????? og Laufey í rússneskunni! Mesta furða hvað ég þekki gáfað fólk ...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home