fimmtudagur, júlí 04, 2002

Goðsaga um heilagan drykkjumann

viðskiptafræði draumóra

Mynd eftir ítalska leikstjórann Ermanno Olmi sem gerist í París en fer þó mestmegnis fram á ensku – smá frönsku líka sem ekki er þýdd, með hollenska leikaranum Rutger Hauer í hlutverki pólska rónans Andreas. Rutger er auðvitað brilljant og algerlega óþekkjanlegur. Ljóðrænt allra þjóða kvikindi um upphitunarhimnaríki rónans, eitt sem vantaði samt, sérpólsku drykkjutaktarnir sem vinir mínir á Vétrnik kenndu mér. Na zdrowie!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home