föstudagur, júlí 05, 2002

Áðurnefnd Amores Perros hefur mikið verið borin saman við ofmetnustu mynd síðasta áratugar, Pulp Fiction. Það er vissulega eitthvað til í því, Kim Newman hjá Empire orðar það líklega best: "Amores Perros is the film Pulp Fiction might have been if Quentin Tarantino were as interested in people as movies." Ekki það að það skipti máli, Shakespeare stal öllu steini léttara - en hver man hvað það var sem hann stal, þjófarnir eru oft minnistæðari en eigendurnir ef þeir vita hvað á að gera við góssið. Annars gladdi það mig að leikstjórinn sjálfur segir að helsti áhrifavaldurinn hafi verið samtstarfsverkefni míns manns Paul Auster og Wayne Wang, Smoke, með allt sitt mannlífsgallerí sem rekst á fyrir tilviljun í einni og sömu borg, líklega New York bara aðeins rólegri en Mexíkóborg. Í sama viðtali má finna skemmtilegan pirring út í mexíkanska styrkjakerfið og allt sem því fylgir - eitthvað sem mætti vafalaust heimfæra hingað upp á klakann. "Where we were in agreement was regarding the deficiencies of Mexican cinema. We loathe the government-financed movie-making that seems to operate by the maxim: "If nobody understands and nobody goes to see a movie, that must mean it's a masterpiece." - Alejandro González Iñárritu. En þrátt fyrir allt er greinilega eitthvað að gerast þarna í bakgarði Samma, tvær bestu myndir sem ég hef séð í ár eru mexíkanskar, hin er Y Tu Mama Tambien með einhverjum skemmtilegastu kynlífssenum sem sést hafa - en satt best að segja man ég ekki eftir að hafa séð neitt af mexíkönskum myndum fram að því. Jú, Kryddlegin hjörtu sem var ekkert spes.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home