föstudagur, júlí 12, 2002

Borg dauðans

Árni Samúels heldur uppá sextugsafmælið með því að loka skemmtilegasta bíóinu sem hann rekur, ég var að hugsa um að kveðja í dag en um leið og þeir buðu frítt í bíó mokuðu þeir öllum almennilegum myndum í önnur hús. Þannig að ég kvaddi þá bara í staðinn með Amores Perros sem er alls ekki slæmt. En auðvitað er þetta eitthvað sem er ástæða til að syrgja hvað sem bíóhúsahatarinn Óli segir. Honum finnst kannski öll hús eldri en tvævetur niðurnídd en það er nokkuð ljóst að þetta þýðir einfaldlega vaxandi fábreytni á bíómarkaðnum hérna. Og ekki var á bætandi. Þannig að nú eru tvær blokkir sem eiga öll bíóin í borginni, örfáar myndir sýndar í þrem-fjórum bíóum hver og sjálf miðborgin er kominn niður í eitt ræfils bíó. Á sama tíma gerum við okkar besta til að drepa nýfætt kvikmyndasafnið í Firðinum. Það er vissulega satt að Íslendingar fara oft í bíó - en það er fjandi langt í að það verði eitthvað hér sem heitir bíómenning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home