laugardagur, júlí 13, 2002

Það endaði í vafasömu bókmenntafræðipartíi hjá MA nemum þar sem ég var semí-löglegur þátttakandi, drakk bjór og smárauðvín og auðvitað ungverska skotið, Unicum. Hugsaðu um einhyrning og líkamsvessa og þú manst nafnið. Það voru deildar meiningar um hvort það væri trébragð eða hjólbarðabragð af drykknum. Ég var á trénu en þrátt fyrir óvéfengjanleika þeirrar kenningar reyndist hjólbarðadrykkurinn einfaldlega meira grípandi og hafði á endanum vinningin. Annars lofaði ég náttúrulega að geyma allar umræður úr þessu partíi fyrir Ársritið, líklegur titill "Einar Már Pussa" - einhver frústrasjón í gangi hjá sumum - en þú hefðir ekki viljað heita Einar í þessu partíi. Furðulegt samt að þeir sem dissuðu hann voru nú búnir að lesa hann töluvert meira en ég sem var svo sem alveg tilbúinn að verja hann. En Kárason á aftur á móti titilinn skilinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home