föstudagur, júlí 12, 2002

Snælduormurinn lesinn

Var að klára bók David Sedaris, Me Talk Pretty One Day, enn hann er óopinbert hirðskáld eðalblaðsins Esquire og fylgir þar í kjölfar Hemingways og fleiri góðra manna. Fyrst er rakinn barátta hans við að segja – eða öllu heldur forðast – stafinn s, svo fær hann sinn eigin persónulega dverg til að kenna sér á gítar og ekki má gleyma tíðum gæludýraskiptum á heimilinu: Eulogies tended to be brief, our motto being, Another day, another collar.
Svo vex stráksi upp, lærir frönsku og reynir að nota þá takmörkuðu kunnáttu sem hann hefur í því tungumáli til að útskýra páskana og aðrar kristnar hátíðir fyrir múslimskum konum. Botninum virðist náð þegar samlandar hans í París telja hann illa lyktandi vasaþjóf en þá á hann ennþá eftir að fara í greindarpróf.
Í rauninni ekki merkilegri ævi en hver önnur, þó fjölskyldan sé skrítnari en flestar, en Sedaris sannar í eitt skipti fyrir öll að það ræður öllu hvernig þú segir söguna. Og hér veldur það reglulegum hláturskrampa – og þetta er hlátur sem nær niðrí maga, enda þekkir maður góðan húmor á því hvar maður hlær, ekki hversu mikið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home