sunnudagur, júlí 14, 2002

Er sannleikurinn í fréttatímunum?

Starfstéttir með það að markmiði að vera ósýnilegar

Horfði á Storytelling í gær, mörg sterk móment en misjöfn mynd. Eitt sem fór þó sérstaklega í taugarnar á mér í þýðingunni - myndin skiptist í tvo hluta "fiction" og "non-fiction" - og non-fiction var þýtt sem sannleikur. Algengur misskilningur og auðvelt að spotta hann í bíómynd ef þú skilur frummálið - en hvað með allar bækurnar sem hafa verið skrumskældar fyrir þér með svona vinnubrögðum - og myndir á tungum sem þú skilur lítið eða ekkert í? En þýðingar eru vanþakklátt starf og kannski ætti maður að reyna að týna til það sem vel er gert - en sama klisjan á oft við um þýðendur og dómara í boltaleikjum, ef þú tekur ekki eftir þeim eru þeir að standa sig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home