sunnudagur, júlí 14, 2002

Ráðgjafar lýðsins

Óli telur þetta ekki vera ritdeilu þar sem hún sé ekki um neitt. Það er vissulega misskilningur, síðan hvenær hafa til dæmis ritdeilur íslenskra stjórnmálamanna verið um nokkuð annað en þá sjálfa? Það er nefnilega einmitt málið, ritdeilur eru oftast um menn og málefni en verða fljótlega aðallega um mennina. Það sem má lesa út úr þessari ritdeilu er sem sagt að við Óli erum báðir afskaplega þrjóskir andskotar og misskiljum hvorn annan ef við mögulega getum. Minnir mig á brot úr grein Guðmundar Andra um ritdeilur, Ráðgjafar lýðsins: "Ritdeila Nordals og Einars H. Kvaran einkennist af því að undir kurteislegu yfirborðinu kraumar gagnkvæm óvild - hér hins vegar er yfirborðið villimannslegt en undir má skilja samkennd: tveir próflausir menntamenn, drykkfeldir templarar, vinstri menn - útlagar, byssumenn." þó ekki passi öll lýsingarorðin þá er þetta kannski málið? Óli virðist hinsvegar farinn að dreyma upp einhverja ástarsögu sem ég vil ekkert af vita þannig að ég er að hugsa um að láta hér við sitja áður en Gneistinn bankar uppá hjá mér í Söndrulíki. Orð fá ekki lýst hrollinum ... Á annars ennþá eftir að fá botn í hvort hann sé að tala vel eða illa um Markgreifann af Sade ... En að lokum ber að geta þess að auðvitað er fallegur og hollur boðskapur í þessari sögu: Aldrei tala illa um afmælisgjafirnar sem vinir þínir gefa þér. Ekki einu sinni þó það séu bráðum sex ár liðin ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home