mánudagur, júlí 15, 2002

Bleiki fíllinn talar

eða ritdeilan æsispennandi (sem er að vísu kannski ekki ritdeila út af því að sumir kunna ekki íslensku alveg nógu vel) heldur áfram.

Spámaðurinn mikli er ekki enn búinn að spá hvenær þessi færsla fer inn á netið en best að ljúka þessu núna. Hvað er ég búinn að læra af að lesa speki Gneistans síðasta sólarhringinn eða svo? Jú, í fyrsta lagi er blogger eingöngu til þess gerður að Óli geti linkað á hana. Allt annað, svo sem innihald síðunnar og fleira skemmtilegt er aukaatriði.

"Ég á aldrei eftir að reyna að gera þessa síðu ofurflotta, ég hef mun meiri áhuga á innihaldi." - setning á forsíðu heimasíðu Óla Gneista

Í öðru lagi þá er Óla illa við að rífast við einhvern sem gefst ekki upp. Óli er einmitt einn af þeim sem gefst ekki upp.

Í þriðja lagi er sannleikurinn ekki afstæður, þvert á móti er hann einmitt eins og Gneistinn sér hann. Allar aðferðir til rökræðna sem eru ekki nákvæmlega eins og hans eru óásættanlegar. Öll hugsun sem er ekki eins og hans líka.

Í fjórða lagi er tilvalið að láta lítt merkilegt flipp í vinum þínum inná netið, tilgangurinn með því er okkur dauðlegum dulinn en hann er sjálfsagt merkilegur.

Í fimmta lagi er golf ekki íþrótt sem gerir það ómerkilegt sjónvarpsefni. Að þessu skulum við draga þá ályktun að ef golf væri íþrótt þá væri það álitlegt sjónvarpsefni.

Að lokum má svo spyrja sig í sambandi við rifrildalimbóið: Hversu mörg rifrildi enda með sigri einhvers?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home