mánudagur, ágúst 05, 2002

Fjölskyldufréttir

enda eru fjölskylduhátíðir komnar í tísku

Fór í mat á fjölskylduóðalið í Aðalstræti í gær, sýnist Balli frændi ætla að halda uppi heiðri okkar karlmannanna í fjölskyldunni í eldhúsinu, strákurinn orðinn úrvalskokkur. Svo hefur mamma alveg verið að spila út á farsímanum í útilegunni. "Varstu að hringja í mig?" "Er einhver búinn að hringja?" "Er einhver póstur kominn?" Svo er ég farinn að hafa áhyggjur af heyrninni hjá öldruðum heimiliskettinum, hún / hann (löng saga) virðist ekkert taka eftir þó tugir flugna suði í gluggakistunni (þær hefðu aldrei orðið svona margar lifandi samtímis í gamla daga) en um leið og maður er búinn að banda þeim í sjónmál er ennþá stutt í veiðieðlið. Að vísu þarf maður venjulega líka að lyfta henni upp í gluggakistuna með tilheyrandi klóri þegar gluggakistan er í baðherberginu og kötturinn sannfærður um að maður sé nú að fara að setja hana í bað. Þessir táningar nú til dags ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home