föstudagur, ágúst 02, 2002

Annars sakna ég þess að það er ekki meira talað um fortíð Arnalds hjá Mogganum í allri umfjölluninni um hann. Ég hef ekki ennþá komið í að lesa neina af bókunum hans en samt sjálfsagt lesið meira eftir kall en margir lesendur þeirra, hann og Snæbjörn eru kvikmyndagagnrýnendurnir sem ég ólst upp við áður en ég byrjaði að kaupa ensku blöðin. Síðan þegar bækurnar fóru að koma út byrjuðu þeir að nota nýja mynd og skyndilega eltist kall um eins og tuttugu ár frá myndinni sem ég var orðinn svo vanur í Mogganum. Þarf að drífa í að fá vinnu þar á meðan ég er enn ungur - og aldrei breyta um mynd!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home