miðvikudagur, júlí 31, 2002

We're not in Kansas anymore ...

Mikki Torfa æsir bloggara til reiði þessa dagana. Einungis þriðjungur greinarinnar er eitthvað sérstaklega um blogg en fólk er orðið svo vant að lesa hluti út frá leitarorðum og fyrirsögnum að það skiptir greinilega ekki öllu. Til dæmis eru ýmsir að benda á að Baudrillard sé hálfviti - og treysta því auðvitað að ekki séu of margir búnir að lesa hann og geti þ.a.l. andmælt - en það skiptir barasta engu máli. Mikki er fyrst og fremst að lýsa eigin hugleiðingum út frá grautnum í hausnum á honum eftir lestur á Baudrillard. Og það eru athyglisverðar pælingar sem litlu bloggararnir virðast flestir vera frekar frústreraðir yfir. Er Mikki eitthvað skárri? spyrja sumir. Nei, eins og hann tekur fram sjálfur í p.s.-inu, Mikki er jafngegnsýrður og við öll. Bloggið er svosem ekkert slæm hugmynd, hún er bara sjaldnast alveg að virka ennþá frekar en netið yfir höfuð. Við kunnum ekki almennilega á það ennþá, það er enn það nýtt að við sem ólumst upp við gamaldags hluti eins og bækur og sjónvarp erum öll frekar villt hérna, jafnvel helstu tölvunirðirnir. En ofurveruleikinn er miklu eldri, "fólk í fréttum" Moggans hafa frá því ég man eftir mér verið einhversstaðar í grend við bíóauglýsingarnar og gert marga íslendinga þroskahefta þegar kemur að bíóferðum. "Nei, ég ætla ekki á þessa Vanilla Sky af því að Tom hætti með Nicole". Síðan fer landinn á næsta bar og tekur einhvern nýfráskilinn á löpp - en hennar/hans skilnaður skiptir ekki máli því þú last ekki um hann í Mogganum.

Það sem er samt sorglegast er hversu illa bloggarar taka gagnrýni - þó vissulega sé jákvætt að það sé smá hasar í hlutunum. Mikki er rifinn í tætlur og tekinn úr samhengi - en það er svo sem það sem hann vill. Kannski er það bara eftir allt saman ágætt að bloggararnir rífi Mikka í sig eins og hann bað rithöfundana um að gera fyrir nokkrum árum - en er ekki kominn tími til að ráðast frekar á einhverja aðra sem þurfa meira á því að halda - og gera það á aðeins málefnalegri hátt? Hér eru þó undanteknir þeir sem voru nafngreindir í greininni, Dr. Gunni og spurningatvíbbarnir sem svöruðu með reisn, sérstaklega Ármann sem hefur kannski heyrt þann ágæta brandara að það að vinna rifrildi á netinu sé svipað og að vinna ólympíuleika þroskaheftra. Þannig að við Óli rifrildishundar bíðum spenntir eftir að Mikki, Ármann og hinir bloggararnir líti til okkar á sambýlið þar sem við sláum upp einhverfu, tvíhverfu og jafnvel þríhverfu djammi til heiðurs (ó)raunveruleikanum. Staðsetning mitt á milli Kansas og Oz.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home