þriðjudagur, júlí 30, 2002

Eitt lítið ljóð fyrir svefninn

Við eigum enga tíð
við eigum engan stað

Hvaða kennd er þetta sem fyllir okkar drauma?
en gengur samt úr greipum okkar

sem viljum lifa að eilífu
sem viljum lifa að eilífu

Við fáum engu ráðið
okkur er mörkuð braut.

Þessi heimur bíður okkar
aðeins eina sælustund

sem viljum lifa að eilífu
sem viljum lifa að eilífu

sem vogum okkur að elska að eilífu
þegar ástin hlýtur að deyja

Þessi úrvalsljóðaþýðing á óð Drottningarmanna til ódauðleikans á Gísli Ásgeirsson heiðurinn af. Það er sjaldgæft að sjá sjónvarpsþýðendur sýna meistarverkum kvikmyndasögunnar (og tónlistarsögunnar) tilhlýðilega virðingu og metnað en ég er að hugsa um að lesa jafnvel textann einu sinni næst þegar ég glápi á Hálendinginn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home