sunnudagur, júlí 28, 2002

Labbitúrinn var ágætur en því miður er orðið svo kalt í Reykjavík núorðið að í fyrsta skipti síðan honum var lagður á hilluna í vor þá saknaði ég trefilsins míns Trausta. Og þar með er hann skýrður. Annars virðist Óli vera búinn að gleyma því að ég skoraði átta stig í röð á móti honum um daginn. En ég skoraði alveg örugglega ekki átta stig í röð í þessum leik, máski sex eða sjö. En svona fer fyrir mönnum sem leggja aðra í einelti, þeim hefnist fyrir það. Hí á þá frændur, they had it coming. Fyrir utan að krakkinn er ennþá að stunda þann leiða ósið að taka einkasamtöl, taka þau úr samhengi og setja á netið. Siggi tók sérstaklega fram að hann elskaði mig ennþá - en það var ekki frásagnarvert. Suss, suss, ég skil enn betur núna hvernig veslings Gríslu lýður nú þegar kynhvöt eigandans beinist að henni einni.
Að lokum skal tekið fram að "drög af heimasíðu" er vissulega stolið enda fæst nýtt undir sólinni en ekki þó af Megasi. Það er annars af Megasi að frétta að hann er fastakúnni í Bóksölunni og hækkaði mikið í áliti hjá mér þegar ég komst að því að hann er í áskrift af Prins Valíant bókunum hjá okkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home