fimmtudagur, júlí 25, 2002

Stundum skrifar annað fólk hlutina fyrir mann. Það er fallegt af þeim og ég votta þeim fulla samúð mína. Þegar raunum okkar er lokið þá sting ég upp á varðeldafylleríi þar sem gulnaðar viðskiptabækur og notaðar heimildir verða notaðar sem eldsneyti.

Annar þeirra er bókmenntafræðinemi að klára BA - ritgerð eins og ég. Samt þekki ég hann ekkert. Merkilegt hvað heimurinn er stór stundum.


Mér hefur orðið lítið úr verki í dag. Ástæðurnar eru margvíslegar en einna helst þessar:

a) Ég þurfti að strauja fötin mín í morgun.
b) Það var breikþrú í ritgerðarvinnu í gær. Og ég þarf að safna orku til áframhaldandi verka.
c) Við deyjum hvort eð er öll eftir sautján ár og sjö mánuði.
d) Ég er á leiðinni að hitta mentorinn minn á eftir og þá tekur vinnan hvort eð er allt aðra stefnu þar sem allt sem ég hef gert undanfarið er örugglega helbert rugl og vitleysa. Eftirfarandi samtal kemur líklega til með að eiga sér stað:

Þ: Sko það sem ég er að hugsa er að taka grein eftir Halldór Guðmundsson og...
M: Halldór Guðmundsson! Halldór Guðmundsson!!! Hvernig dettur þér þetta í hug Þór.
Þ: Eeeee, bara sona datt það í hug...
M: Hvað áttu við. Gerir þú þér ekki grein fyrir hvað þú ert að gera?
Þ: Jú, eða.. ég veit ekki.
M: Við vorum búin að tala um allt annað Þór. Halldór Guðmundsson er bjáni, við lesum ekki Halldór Guðmundsson. Hann er ekki okkar maður!
Þ: Ég veit, en ég bara fór einhvernvegin óvart að skoða þetta og pæla sona, þú veist...
M: Ég hef ekki tíma í svona vitleysu Þór. Ég samþykkti að taka þetta að mér vegna þess að ég hélt að það yrði eitthvað vit í þessu.
Þ: Fyrirgefðu. Ég fer þá bara. (kveður)
[tjaldið]

e) Það styttist í helgina og þar sem ég er alkóhólisti get ég ekki unnið fyrir tilhugsuninni um að hrynja í það.
f) Ég er afleitur námsmaður og kann ekki að skrifa B.A. ritgerð og þar með sýnt sjálfum mér og öðrum að ég hef á mínum langa námsferli ekki getað tileinkað mér akademískan hugsunarhátt og þaðan af síður sjálfstæð vinnubrögð.

es: Þó að allar þessar vangaveltur hafa flogið í hug minn, og ég trúað þeim sjálfur í augnablik er ekki þar með sagt að um helberann sannleika sé að ræða. Því eins og við vitum er hann ekki til. Ekki frekar en framtíðin.



Hinn vinnur á klámvídeóleigu einhversstaðar útí heimi - en það er merkilega líkt vinnunni minni. Við sleppum að vísu við líkamsvessana ...

The other day I realized, as a cold claw of pure fear squeezed my frantic heart, that I have been working as a video clerk for ten months.

This is a job that I took on a temporary basis for just a month or two until freelancing picked back up and I got my financial shit in order.

Ten months.

It has been a test of patience, humility, and character.

It has been a lesson in dealing with all humankind, including their personal bodily fluids.

It has been $6.50 an hour.


Annars var ég einmitt að koma úr vinnunni og andlaus eftir atvikum þannig að þessir herramenn björguðu færslu dagsins, það góða við eftirvinnu er þó að maður þarf hvorki að borga né útbúa kvöldmatinn í þau skiptin. Við þurfum samt að fara að komast að því hvort það er ekki eitthvað annað en kínamatur og pizzur sem hægt er að fá heimsent. Best að tékka á Argentínu eða Somelier ...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home