sunnudagur, júlí 28, 2002

Talandi um Þorgrím þá fór maður að rifja upp vanmetnustu bókmenntagreinina, unglingabækur. Bækur sem þykir einfaldlega fínt að dissa. Raunar áttu Þorgrímur og jafnvel Eðvarð sína spretti og ef betur er skoðað má finna gullmola. Ef einhver vill aftur á móti halda í þá meiningu sína þá er ástæða til að benda á Helga Jónsson Ólafsfirðing sem skrifar verstu bækur á gervöllu Íslandi. Nú er hann ábyrgur fyrir eina kvikmyndatímaritinu sem kemur út á Íslandi, viðbjóðinum extrabíó. Í síðasta blaði var heil opna helguð Christina Aguilera. Afsökunin? "Hvaða mynd velur hún sér til að hefja kvikmyndaferilinn?" Bíddu, hún hefur aldrei leikið í kvikmynd og blessunarlega aldrei hótað því, Britney hefði verið slakt, en þó réttlætanlegt val. Skiptir svo sem ekki öllu en segir allt um blaðið. Og af hverju kemur þetta út? En aftur af unglingabókum, ef einhverntímann var þörf þá er nú nauðsyn - og vonandi að minnið leiki mig ekki of grátt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home