þriðjudagur, júlí 30, 2002

Úrvalssjónvarpskvöld í þvottavélarglugga

Alltof margar færslur í hausnum á mér. Þetta byrjaði allt á örvæntingarfullri leit af tómri spólu þegar ég villtist inn á Sýn og sá að Highlander var að byrja. Hún var tekin upp og horft á með öðru auganu, hitt var ýmist á eldavélinni og þvottavélinni - sem er fjórum hæðum neðar þannig að þetta var óvenju flókið kvöld hjá þessari húsmóður. Á eftir var svo hinn eini sanni Christian Slater hjá Leno, á eftir honum kom lítt þekkt en nokkuð spennandi uppistandsbeib, Sarah Silverman, sem sagði við Leno: "You know the camera adds ten pounds". Slater: "I wish that was inches". Snillingur. Þvínæst voru Þóra og Maríkó með prófíl um reynslumikinn strætóbílstjóra sem átti fimm börn og þrjú fósturbörn eftir tuttugu ára starf hjá almenningsvögnum borgarinnar, ég held að hér sé kominn flagarastrætóbílstjórinn sem Eygló lenti í um daginn, það hversu getnaðarlega hann dansaði við "I Want to Break Free" staðfesti það líkast til endanlega. Þættinum og sjónvarpskvöldinu lauk svo með því að eðalsveitin Buff tók lagið. Mig langar í svona Spider-Man skyrtu eins og Pétur söngvari var í, übercool. En gæti að vísu reynst hættulegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home