Thea Beckman: Krossferð á gallabuxum. Börn nú til dags fá líklega Martin Lawrence - útgáfuna. Sorglegt. En verum þakklát fyrir hversu heppin við vorum.
Kirsten Holst: Min ven Thomas. Á ég góðar minningar úr dönskutímum bernskunnar? Já, eina. Og ég er ekki bara að tala um geysisatriðið ógleymanlega.
Olga Guðrún Árnadóttir: Peð á plánetunni jörð. Besta unglingabók sem hefur verið skrifuð á íslensku, punktur.
J.D. Salinger: Catcher in the Rye. Nú mótmælir einhver því að hún sé unglingabók. Vissulega geta fullorðnir notið hennar en hún er um unglinga og skrifuð fyrir unglinga. Einu mótrökin eru að hún er "literatúr". Þau mótrök dæma sig sjálf.
Christine Nöstlinger: Jói og unglingaveikin. Vert að geta að hún heitir því yndislega nafni Olfi Obermeier und der Ödipus á frummálinu. En Nöstlinger er náttúrulega drottningin og hefði þess vegna getað átt þrjár bækur á listanum (Vinur minn Lúki og Dagbók - Hvert þó í hoppandi!) og jafnvel fleiri ef þeir hefðu ekki hætt að þýða hana.
Eins er spurning með Falskan fugl og Sögu um stúlku eftir Mikka Torfa sem og Andrasögurnar hans Péturs Gunnars, þyrfti að lesa þær í réttri röð við tækifæri. Og nú er sko komið að mömmu að koma með komment! Enda eina manneskjan með uppeldismenntun sem líkleg er til að lesa þetta. OG hún aldi mig upp!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home